Bandaríkin eru á leið í fjárhagslegt járnbrautarslys 29. október 2010 08:42 Hagfræðingurinn Nouriel Roubini segir að hagkerfi Bandaríkjanna sé á leiðinni í fjárhagslegt járnbrautarslys. Þetta kemur fram í grein sem Roubini skrifar í Financial Times í dag. Hagfræðingurinn er þekktur undir viðurnefninu dr. Doom en hann sá m.a. fyrir fjármálakreppuna árið 2007. Roubini segir að mikil hætta sé á að verðhjöðnunartímabil taki við í Bandaríkjunum þegar stjórnvöld fari að draga úr þeim gríðarlegu björgunaraðgerðum sem gripið var til í fjármálakreppunni. Verðhjöðnun sem myndi þýða lítinn vöxt með tilheyrandi miklu atvinnuleysi. Roubini telur að Bandaríkin stefni að ósjálfbærri fjármálastefnu og að væntanleg niðurstaða úr komandi þingkosningum í landinu muni ekki bæta ástandið. „Hættan er að eitthvað í fjármálalífinu muni gefa sig," segir Roubini. „Gikkurinn gæti orðið skuldakreppa í einu af stóru ríkjunum innan Bandaríkjanna." Hann segir að seðlabanki Bandaríkjanna muni draga úr verstu áhrifum hins fjárhagslega járnbrautarslyss sem framundan er með því að slaka enn frekar á peningamálastefnu sinni. „En áhættan sem stjórn Obama stendur þá frammi fyrir er stöðnun eins og í Japan þar sem vöxtur er nær ómögulegur, verðhjöðnun þrýstir á og mikið atvinnuleysi verður viðvarandi," segir Roubini. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðingurinn Nouriel Roubini segir að hagkerfi Bandaríkjanna sé á leiðinni í fjárhagslegt járnbrautarslys. Þetta kemur fram í grein sem Roubini skrifar í Financial Times í dag. Hagfræðingurinn er þekktur undir viðurnefninu dr. Doom en hann sá m.a. fyrir fjármálakreppuna árið 2007. Roubini segir að mikil hætta sé á að verðhjöðnunartímabil taki við í Bandaríkjunum þegar stjórnvöld fari að draga úr þeim gríðarlegu björgunaraðgerðum sem gripið var til í fjármálakreppunni. Verðhjöðnun sem myndi þýða lítinn vöxt með tilheyrandi miklu atvinnuleysi. Roubini telur að Bandaríkin stefni að ósjálfbærri fjármálastefnu og að væntanleg niðurstaða úr komandi þingkosningum í landinu muni ekki bæta ástandið. „Hættan er að eitthvað í fjármálalífinu muni gefa sig," segir Roubini. „Gikkurinn gæti orðið skuldakreppa í einu af stóru ríkjunum innan Bandaríkjanna." Hann segir að seðlabanki Bandaríkjanna muni draga úr verstu áhrifum hins fjárhagslega járnbrautarslyss sem framundan er með því að slaka enn frekar á peningamálastefnu sinni. „En áhættan sem stjórn Obama stendur þá frammi fyrir er stöðnun eins og í Japan þar sem vöxtur er nær ómögulegur, verðhjöðnun þrýstir á og mikið atvinnuleysi verður viðvarandi," segir Roubini.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent