Bjarni Ólafur Eiríksson og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu báðir fyrir sín lið í norsku úrvalsdeildinni í gær og bæði mörkin voru skoruð með skalla. Bjarni Ólafur tryggði Stabæk 2-1 sigur á Brann en Björn Bergmann skoraði eitt þriggja marka Lilleström í 3-1 sigri á Strømsgodset.
Bjarni Ólafur var þarna að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu en Björn Bergmann skoraði hinsvegar í þriðja leiknum í röð. Björn Bergmann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og ánægjulegt fyrir alla að sjá að hann er orðinn góður af meiðslunum sem höfðu haldið aftur af honum fyrsta árið hans í Noregi.
Mark Bjarna kom á 44. mínútu leiksins þegar hann var réttur maður á réttum stað á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá vinstri. Hér má sjá þetta sigurmark Bjarna Ólafs.
Björn Bergmann skoraði sitt mark með glæsilegum skutluskalla eftir fyrirgjöf frá vinstri en hann kom sínu liði þarna í 3-0 á 71. mínútu leiksins. Hér má sjá mark Björns Bergmanns.
Tvö íslensk skallamörk í norska boltanum í gær - myndbönd
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
