Hamilton ánægður með spretthörkuna 26. mars 2010 16:39 Það er nákvæmnisverk að keppa í Formúlu 1, en Hamilton ræsir af stað kl. 06.00 á sunnudag í kappaksturinn Bretinn Lewis Hamilton er hamingjusamur með McLaren fák sinn eftir æfingar föstudagsins. Hann náði besta tíma á undan Jenson Button, liðsfélaga sínum á seinni æfingunni, en Robert Kubica var fljótari á þeirri fyrri. Kappaksturinn á sunnudag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 og verður hann endursýndur kkl. 12.00. "Við erum ofar en við væntum og klifrum stigann hratt, en ég held við séum aðeins á eftir hvað raunhraða varðar. Við vonum að þessi braut henti betur, þannig að við náum hagstæðari úrslitum en síðast", sagði Hamilton, sem varð þriðji í fyrsta mótinu í Barein á eftir Ferrari mönnum. "Ég tel að keppnishraði bílsins sé góður og með mikið bensín um borð eins og í keppni þá virkar hann vel, allavega hjá mér. Þá skiptir máli að nota dekkin rétt. Það er mikilvægast að ná góðum árangri í tímatökunni og ná því mesta út úr bílnum í einum hring. Tímatakan skiptir meira máli núna en áður." "Við höfum unnið mikla vinnu í ökuhermi til að finna út afhverju bíllinn er ekki eins góður þegar hann er bensínléttur og í keppni. Við náðum þessum vel á æfingu í dag og náðum að breyta bílnum þó brautin væri ekki hröð og mér leið vel með bílinn í bleytunni. Við ættum að geta slegist við þá hröðustu. Bæði ég og Button erum spenntur með virkni bílsins." Hamilton telur sig ekki hafa neina auka þekkingu á McLaren bílinn umfram Button, þó hann sé búinn að vera hjá liðinu lengur. Button byrjaði á þessu ári. "Bíllinn er nýr og algjörlega ólíkur bíl síðasta árs. Afturendinn lætur vel af stjórn, en það hefur verið vandmál með yfirstýringu hjá McLaren í síðustu bílum. Þessi hegðun er ný af nálinni fyrir okkur báða og hvorugur hefur neitt umfram hinn varðandi þekkingu á slíkum aksturseiginleikum. Við munum skiptast á að gera betur vænti ég á árinu." Flestir búast við sömu keppnisáætlun og voru i gangi í Barein, en þar tóku menn aðeins eitt þjónustuhlé. Svo er alltaf hætt við því að öryggisbíllinn komi út í Melbourne, sem getur breytt gangi mála. "Ég hef ekki trú á því að það verði nein breyting frá Barein. Það verður aðeins eitt hlé, en ég veit ekki hvað gæjarnir gera ef öryggisbíll kemur út. Ég verð að fá leiðbeiningar um það, en vonandi kemur öryggisbíllinn ekki út. Ég stefni á sigur í mótinu og vonandi verðum við í stöðu til að fylgja því eftir." Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er hamingjusamur með McLaren fák sinn eftir æfingar föstudagsins. Hann náði besta tíma á undan Jenson Button, liðsfélaga sínum á seinni æfingunni, en Robert Kubica var fljótari á þeirri fyrri. Kappaksturinn á sunnudag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 og verður hann endursýndur kkl. 12.00. "Við erum ofar en við væntum og klifrum stigann hratt, en ég held við séum aðeins á eftir hvað raunhraða varðar. Við vonum að þessi braut henti betur, þannig að við náum hagstæðari úrslitum en síðast", sagði Hamilton, sem varð þriðji í fyrsta mótinu í Barein á eftir Ferrari mönnum. "Ég tel að keppnishraði bílsins sé góður og með mikið bensín um borð eins og í keppni þá virkar hann vel, allavega hjá mér. Þá skiptir máli að nota dekkin rétt. Það er mikilvægast að ná góðum árangri í tímatökunni og ná því mesta út úr bílnum í einum hring. Tímatakan skiptir meira máli núna en áður." "Við höfum unnið mikla vinnu í ökuhermi til að finna út afhverju bíllinn er ekki eins góður þegar hann er bensínléttur og í keppni. Við náðum þessum vel á æfingu í dag og náðum að breyta bílnum þó brautin væri ekki hröð og mér leið vel með bílinn í bleytunni. Við ættum að geta slegist við þá hröðustu. Bæði ég og Button erum spenntur með virkni bílsins." Hamilton telur sig ekki hafa neina auka þekkingu á McLaren bílinn umfram Button, þó hann sé búinn að vera hjá liðinu lengur. Button byrjaði á þessu ári. "Bíllinn er nýr og algjörlega ólíkur bíl síðasta árs. Afturendinn lætur vel af stjórn, en það hefur verið vandmál með yfirstýringu hjá McLaren í síðustu bílum. Þessi hegðun er ný af nálinni fyrir okkur báða og hvorugur hefur neitt umfram hinn varðandi þekkingu á slíkum aksturseiginleikum. Við munum skiptast á að gera betur vænti ég á árinu." Flestir búast við sömu keppnisáætlun og voru i gangi í Barein, en þar tóku menn aðeins eitt þjónustuhlé. Svo er alltaf hætt við því að öryggisbíllinn komi út í Melbourne, sem getur breytt gangi mála. "Ég hef ekki trú á því að það verði nein breyting frá Barein. Það verður aðeins eitt hlé, en ég veit ekki hvað gæjarnir gera ef öryggisbíll kemur út. Ég verð að fá leiðbeiningar um það, en vonandi kemur öryggisbíllinn ekki út. Ég stefni á sigur í mótinu og vonandi verðum við í stöðu til að fylgja því eftir."
Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira