Sjælsö Gruppen selur eignir í Svíþjóð fyrir 7,5 milljarða 18. febrúar 2010 15:17 Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur hefur selt þrjá af eignum sínum í Svíþjóð fyrir 420 milljónir danskra kr. eða um 7,5 milljarða kr. Fyrr í vikunni seldi Sjælsö tvær af eignum sínum í Danmörku fyrir 3,9 milljarða kr.Eignirnar í Svíþjóð voru keyptar af lífeyrissjóðnum Alecta en um fasteignir í útleigu er að ræða sem staðsettar eru í Helsingborg, Åkersberga og Borås. Greint er frá sölunni á börsen.dk.Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö segir í tilkynningu um söluna að það sé ánægjulegt að aftur er vaxandi eftirspurn hjá fjárfestum eftir vel staðsettum fasteignum sem eru í útleigu traustra aðila. Jafnframt kemur fram hjá honum að þetta er fyrsta stóra sala félagsins til fagfjárfesta í Svíþjóð.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur hefur selt þrjá af eignum sínum í Svíþjóð fyrir 420 milljónir danskra kr. eða um 7,5 milljarða kr. Fyrr í vikunni seldi Sjælsö tvær af eignum sínum í Danmörku fyrir 3,9 milljarða kr.Eignirnar í Svíþjóð voru keyptar af lífeyrissjóðnum Alecta en um fasteignir í útleigu er að ræða sem staðsettar eru í Helsingborg, Åkersberga og Borås. Greint er frá sölunni á börsen.dk.Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö segir í tilkynningu um söluna að það sé ánægjulegt að aftur er vaxandi eftirspurn hjá fjárfestum eftir vel staðsettum fasteignum sem eru í útleigu traustra aðila. Jafnframt kemur fram hjá honum að þetta er fyrsta stóra sala félagsins til fagfjárfesta í Svíþjóð.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira