Webber ánægður með klókindi aðstoðarmanns 3. apríl 2010 17:32 Fremstu menn á ráslínu í Malasíu. Nico Rosberg, Mark Webber og Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. Þau gáfu meira grip þrátt fyrir mikla vosbúð þegar mest reið á og var mikil áhætt að grípa til þessara dekkja, enda voru allir aðrir í lokaumferðinni á grófari regndekkjum. "Ég vissi ekki hvort fleiri voru á samskonar dekkjum, hvort ég var svarti sauðurinn eður ei. Það spýttist úr skýjunum og það voru staðir þar sem þetta voru réttu dekkin til að vera á, en á öðrum stöðum var hætta á að missa bílinn útaf", sagði Webber á vefsíðu Autosport. Fremstu menn í stigamótinu féllu allir úr leik í fyrstu umferð og sátu eftir með sárt ennið, en Red Bull menn kræktu í fyrsta og þriðja sæti, því Sebastian Vettel varð þriðji, en Nico Rosberg á milli. "Ég ætla ekki að kast eggjum í neinn og það er auðvelt að klikka við svona aðstæður eins og sást með Lewis og báða Ferrari bílanna. Í annarri umferð þurfti kanó og stundum var ég á 40-50 km hraða. Þetta var mjög, mjög erfitt. Þegar rignir, þá rignir." "Við höfum ekki náð tilsettum árangri á árinu, en ætlum að gera okkar besta á sunnudag, en keppnin er löng og við gætum þess að fara ekki framúr okkur", sagði Webber. Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. Þau gáfu meira grip þrátt fyrir mikla vosbúð þegar mest reið á og var mikil áhætt að grípa til þessara dekkja, enda voru allir aðrir í lokaumferðinni á grófari regndekkjum. "Ég vissi ekki hvort fleiri voru á samskonar dekkjum, hvort ég var svarti sauðurinn eður ei. Það spýttist úr skýjunum og það voru staðir þar sem þetta voru réttu dekkin til að vera á, en á öðrum stöðum var hætta á að missa bílinn útaf", sagði Webber á vefsíðu Autosport. Fremstu menn í stigamótinu féllu allir úr leik í fyrstu umferð og sátu eftir með sárt ennið, en Red Bull menn kræktu í fyrsta og þriðja sæti, því Sebastian Vettel varð þriðji, en Nico Rosberg á milli. "Ég ætla ekki að kast eggjum í neinn og það er auðvelt að klikka við svona aðstæður eins og sást með Lewis og báða Ferrari bílanna. Í annarri umferð þurfti kanó og stundum var ég á 40-50 km hraða. Þetta var mjög, mjög erfitt. Þegar rignir, þá rignir." "Við höfum ekki náð tilsettum árangri á árinu, en ætlum að gera okkar besta á sunnudag, en keppnin er löng og við gætum þess að fara ekki framúr okkur", sagði Webber.
Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti