Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2010 18:45 Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short. Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short. Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira