Skuldatryggingaálag Írlands komið yfir 500 punkta 28. september 2010 10:54 Skuldatryggingaálag Írlands fór í 519 punkta í morgun og hækkaði um tæpa 30 punkta frá því í gær. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni sem vitnar í CMA gagnaveituna. Samhliða þessu hækkaði álagið á Portúgal í 455 punkta eða rúma 20 punkta frá í gær. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að enn beinist kastljósið að Írlandi og er athyglin nú helst á írska bankanum Anglo Irish Bank og þá um leið að áhrifum hans á fjármál írska ríkisins. Þannig lækkaði Moody´s lánshæfismat írska bankans niður um þrjú þrep í gær, eða úr A3 í Baa3, auk þess sem lánshæfiseinkunnir bankans eru áfram til skoðunar vegna mögulegrar lækkunar. Ástæða fyrir aðgerðum Moody´s er að fyrirtækið telur að áframhaldandi eignarýrnun í lánabók bankans leiði til þess að írska ríkið þurfi að koma með enn frekara fjármagn þar inn. Þessi mikla óvissa um stöðu bankans hefur augljóslega áhrif á skuldatryggingaálag írska ríkisins enda er hér um aukningu að ræða á óbeinum ábyrgðum þess. Í lok dags í gær stóð álag írska ríkisins í 490 punktum (4,90%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni en það hefur aldrei verið jafn hátt og nú. Jafnframt er skuldatryggingaálag Anglo Irish Bank til 5 ára nálægt hæstu hæðum og stóð í lok dags í gær í 936 punktum. Þess má geta að ekki er langt síðan skuldatryggingaálag bankans var undir 300 punktum en það var í apríl síðastliðnum. Þessi ofangreind framvinda er okkur Íslendingum ekki alls ókunnug enda ekki nema tvö ár liðin frá því hin mikla lækkunarhrina á lánshæfiseinkunnum Ríkissjóðs Íslands átti sér stað, og þá um leið hækkun á skuldatryggingaálagi landsins. Eins og er líklega ferskt í minni manna var meginástæða þessara lækkana matsfyrirtækjanna áhyggjur þeirra af miklum erlendum skuldbindingum íslenska fjármálakerfisins og þá um leið þeim óbeinu ábyrgðum sem í þeim fælist fyrir ríkissjóð. Skuldatryggingaálag á íslenska ríkið rauk upp á nokkrum dögum um tæpa 1200 punkta og fór hæst í 1473 punkta þann 10. október 2008. Ljóst er að verulega hefur ræst úr málum hvað álagið varðar en það stóð í lok dags í gær í 303 punktum og hefur verið nokkuð stöðugt nú í september. Þó er ekki sömu sögu að segja um lánshæfismat ríkissjóðs en það hefur aldrei verið jafn lágt og nú, auk þess sem einkunnir ríkissjóðs eru á neikvæðum horfum hjá öllum matsfyrirtækjunum, þ.e. Fitch, Moody´s og S&P, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skuldatryggingaálag Írlands fór í 519 punkta í morgun og hækkaði um tæpa 30 punkta frá því í gær. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni sem vitnar í CMA gagnaveituna. Samhliða þessu hækkaði álagið á Portúgal í 455 punkta eða rúma 20 punkta frá í gær. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að enn beinist kastljósið að Írlandi og er athyglin nú helst á írska bankanum Anglo Irish Bank og þá um leið að áhrifum hans á fjármál írska ríkisins. Þannig lækkaði Moody´s lánshæfismat írska bankans niður um þrjú þrep í gær, eða úr A3 í Baa3, auk þess sem lánshæfiseinkunnir bankans eru áfram til skoðunar vegna mögulegrar lækkunar. Ástæða fyrir aðgerðum Moody´s er að fyrirtækið telur að áframhaldandi eignarýrnun í lánabók bankans leiði til þess að írska ríkið þurfi að koma með enn frekara fjármagn þar inn. Þessi mikla óvissa um stöðu bankans hefur augljóslega áhrif á skuldatryggingaálag írska ríkisins enda er hér um aukningu að ræða á óbeinum ábyrgðum þess. Í lok dags í gær stóð álag írska ríkisins í 490 punktum (4,90%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni en það hefur aldrei verið jafn hátt og nú. Jafnframt er skuldatryggingaálag Anglo Irish Bank til 5 ára nálægt hæstu hæðum og stóð í lok dags í gær í 936 punktum. Þess má geta að ekki er langt síðan skuldatryggingaálag bankans var undir 300 punktum en það var í apríl síðastliðnum. Þessi ofangreind framvinda er okkur Íslendingum ekki alls ókunnug enda ekki nema tvö ár liðin frá því hin mikla lækkunarhrina á lánshæfiseinkunnum Ríkissjóðs Íslands átti sér stað, og þá um leið hækkun á skuldatryggingaálagi landsins. Eins og er líklega ferskt í minni manna var meginástæða þessara lækkana matsfyrirtækjanna áhyggjur þeirra af miklum erlendum skuldbindingum íslenska fjármálakerfisins og þá um leið þeim óbeinu ábyrgðum sem í þeim fælist fyrir ríkissjóð. Skuldatryggingaálag á íslenska ríkið rauk upp á nokkrum dögum um tæpa 1200 punkta og fór hæst í 1473 punkta þann 10. október 2008. Ljóst er að verulega hefur ræst úr málum hvað álagið varðar en það stóð í lok dags í gær í 303 punktum og hefur verið nokkuð stöðugt nú í september. Þó er ekki sömu sögu að segja um lánshæfismat ríkissjóðs en það hefur aldrei verið jafn lágt og nú, auk þess sem einkunnir ríkissjóðs eru á neikvæðum horfum hjá öllum matsfyrirtækjunum, þ.e. Fitch, Moody´s og S&P, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira