Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, spilaði í vörn Brann sem vann í dag 3-0 útisigur á Kongsvinger í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Boltinn byrjaði að rúlla aftur í Noregi um helgina eftir sumarfrí. Birkir Már Sævarsson var einnig í byrjunarliði Brann í dag en var tekinn af velli í hálfleik. Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi liðsins.
Kristján Örn Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu er lið hans, Hönefoss, gerði 1-1 jafntefli við Strömsgodset á heimavelli.
Þá vann Viking 3-1 sigur á Odd Grenland í Íslendingaslag. Birkir Bjarnason lagði upp eitt marka Viking í leiknum en Martin Fillo skoraði öll mörk liðsins í dag.
Indriði Sigurðsson lék í vörn Viking og Stefán Gíslason kom inn á sem varamaður á 63. mínútu. Árni Gautur Árnason stóð sem fyrr í marki Odd Grenland.
Lilleström tapaði fyrir Vålerenga á heimvelli, 4-1. Björn Bergmann Sigurðarson og Stefán Logi Magnússon léku allan leikinn fyrir Lillström en Björn Bergmann lagði upp mark liðsins sem kom í blálok leiksins.
Rosenborg er í efsta sæti deildarinnar með 33 stig eftir fimmtán umferðir. Lilleström er í fimmta sætinu með 23 stig en Viking, Odd Grenland og Stabæk koma næst á eftir. Brann er í tólfta sætinu með sextán stig og Hönefoss í fjórtán með tólf.