Í umfjöllun um málið í Financial Times segir að SNB hafi á síðustu mánuðum aukið eignir sínir í erlendum gjaldmiðlum um 132 milljarða svissneskra franka eða um rúmlega 15 þúsund milljarða kr. Aðallega var um kaup á evrum að ræða. Tap bankans stafar af því að gengi evrunnar lækkaði töluvert á sama tíma.
SNB greindi frá því í síðasta mánuði að hann hefði hætt þessum inngripum sínum á gjaldmiðlamarkaðinum í Sviss og gaf þá skýringu að hættan á verðhjönun vegna styrkingar svissneska frankans hefði minnkað mikið. Flestir hagfræðingar telja hinsvegar að SNB hafi hætt þessum gjaldeyriskaupum sínum vegna þeirrar gríðarlegu áhættu sem stafaði af þeim.
Fram kemur í Financial Times að endanlegt tap SNB á fyrri helming þessa árs verður ekki eins mikið og fyrrgreind tala segir til um þegar það verður gert upp í næsta mánuði. Stafar það m.a. af því að bankinn hagnaðist töluvert af kaupum sínum á gulli á tímabilinu.