Verðlækkanir á hrásykri framundan, sykurbólunni lokið 2. febrúar 2010 09:23 Verðlækkanir á hrásykri eru framundan og telja sérfræðingar að sykurbólunni sem verið hefur á markaðinum allt síðasta ár sé lokið. Verð á hrásykri náði rúmum 30 sentum á pundið í síðasta mánuði og var það hæsta verð sem fengist hefur síðan í janúar 1981 eða fyrir 29 árum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að það sé einkum stóraukin framleiðsla á hrásykri í Brasilíu sam valdi verðlækkunum. Verðið er þegar farið að gefa eftir og hrásykur til afhendingar í mars er komin niður í 29,3 sent á pundið.Christoph Berg forstjóri rannsóknarfyrirtækisins F.O. Licht segir að grunnurinn að endalokum sykurbólunnar hafi verið lagður. „Verðin munu fara lækkandi út árið 2010," segir Berg.Verð á hvítum sykri mun hinsvegar hækka áfram, og fara í kringum 800 dollara fyrir tonnið. Það skýrist einkum af mikilli eftirspurn eftir þeirri vöru í Indlandi og Pakistan. Sem stendur er verðið fyrir hvítan sykur um 740 dollarar á tonnið.Hvað hrásykurinn varðar gera áætlanir ráð fyrir að Brasilía muni auk framleiðslu sína í 50 milljónir tonna árin 2010 og 2011. Í fyrra nam framleiðslan 35 milljónum tonna. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verðlækkanir á hrásykri eru framundan og telja sérfræðingar að sykurbólunni sem verið hefur á markaðinum allt síðasta ár sé lokið. Verð á hrásykri náði rúmum 30 sentum á pundið í síðasta mánuði og var það hæsta verð sem fengist hefur síðan í janúar 1981 eða fyrir 29 árum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að það sé einkum stóraukin framleiðsla á hrásykri í Brasilíu sam valdi verðlækkunum. Verðið er þegar farið að gefa eftir og hrásykur til afhendingar í mars er komin niður í 29,3 sent á pundið.Christoph Berg forstjóri rannsóknarfyrirtækisins F.O. Licht segir að grunnurinn að endalokum sykurbólunnar hafi verið lagður. „Verðin munu fara lækkandi út árið 2010," segir Berg.Verð á hvítum sykri mun hinsvegar hækka áfram, og fara í kringum 800 dollara fyrir tonnið. Það skýrist einkum af mikilli eftirspurn eftir þeirri vöru í Indlandi og Pakistan. Sem stendur er verðið fyrir hvítan sykur um 740 dollarar á tonnið.Hvað hrásykurinn varðar gera áætlanir ráð fyrir að Brasilía muni auk framleiðslu sína í 50 milljónir tonna árin 2010 og 2011. Í fyrra nam framleiðslan 35 milljónum tonna.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira