Spánverjinn Jamie Alguersuari verður áfram ökumaður Torro Rosso samkvæmt fregnum frá liðinu. Hann byrjaði að keyra með liðinu ítalska í fyrra og var þá nýliði í Formúlu 1.
Alguersuari byrjaði sem staðgengill fyrir Sebastion Bourdais sem var látinn fara frá liðinu.
"Sú staðreynd að hann byrjaði á miðju tímabilinu, án þess að hafa nokkurn tíma ekið F1 bíl að þá stóð han sig vel. Hann er aðeins nítján ára gamall og nú tekur hann skref upp á við og þarf að læra á nýjar brautir", sagði Franz Tost hjá Torro Rosso.
Sebastian Buemi verður liðsmaður Torro Rosso með Alguersuari.