Keppinautar Brawn vilja stela kostandanum 28. maí 2009 08:59 Það er ekki aðeins barist á brautinni eða vegna reglubreytinga, heldur eru keppnislið að berjast um bitann hvað varðar auglýsendur. Mynd: AFP Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson. Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson.
Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira