Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins fékk 4 milljarða króna launabónusa Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. maí 2009 11:26 Turner, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, yfirgefur fund Downingstræti 10 eftir fund með forsætisráðherra. Mynd/ AFP Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira