Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins fékk 4 milljarða króna launabónusa Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. maí 2009 11:26 Turner, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, yfirgefur fund Downingstræti 10 eftir fund með forsætisráðherra. Mynd/ AFP Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira