Danir hætta við neyðaraðstoð til Lettlands 13. maí 2009 09:44 Danski seðlabankinn, Nationalbanken, hefur ákveðið að framlengja ekki gjaldmiðlaskipasamningi sínum við Lettland sem hefur veitt Lettlandi mikilvæga neyðaraðstoð í formi aðgengis að evrum í skiptum fyrir lats. Um er að ræða samskonar samning og Ísland hefur við seðlabanka í þremur Norðurlandanna. Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að sænski seðlabankinn, Riksbanken, hafi hinsvegar framlengt sínum gjaldmiðlaskiptasamningi við Lettland en hann hljóðar upp á 500 milljónir evra sem er sama upphæð og í samningi Riksbanken við Seðlabanka Íslands. Danski samningurinn við Lettland var smærri í sniðum eða upp á 125 milljónir evra. Samkvæmt frétt business.dk ætlar Nationalbanken að bíða eftir skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður en afstaða verður tekin til þess að gera nýjan samning við Lettland. Lettar eiga í gífurlegum efnahagserfiðleikum þessa stundina og dróst landsframleiðsla þeirra saman um 18% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danski seðlabankinn, Nationalbanken, hefur ákveðið að framlengja ekki gjaldmiðlaskipasamningi sínum við Lettland sem hefur veitt Lettlandi mikilvæga neyðaraðstoð í formi aðgengis að evrum í skiptum fyrir lats. Um er að ræða samskonar samning og Ísland hefur við seðlabanka í þremur Norðurlandanna. Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að sænski seðlabankinn, Riksbanken, hafi hinsvegar framlengt sínum gjaldmiðlaskiptasamningi við Lettland en hann hljóðar upp á 500 milljónir evra sem er sama upphæð og í samningi Riksbanken við Seðlabanka Íslands. Danski samningurinn við Lettland var smærri í sniðum eða upp á 125 milljónir evra. Samkvæmt frétt business.dk ætlar Nationalbanken að bíða eftir skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður en afstaða verður tekin til þess að gera nýjan samning við Lettland. Lettar eiga í gífurlegum efnahagserfiðleikum þessa stundina og dróst landsframleiðsla þeirra saman um 18% á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira