IFK Gautaborg tyllti sér í kvöld á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Örebro á heimavelli.
Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn í liði IFK en það var Tobias Hysen skoraði eina mark leiksins.
Þetta var fyrsti leikurinn í sjöttu umferð deildarinnar. Göteborg er með tólf stig á toppi deildarinnar en AIK er einnig með tólf stig en eftir fimm leiki.
