Handbolti

Aron: Reynsla, heppni og ótrúlegur vilji skóp sigurinn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fagnar í dag.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fagnar í dag. Mynd/Stefán
„Þetta var frábær sigur og við erum virkilega ánægðir með að vera komnir áfram í bikarnum. Töpuðum hérna í fyrra með einu marki í spennuleik eins og fór fram hér í dag þannig það var gott að hefna fyrir þetta núna." sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigur gegn FH í ævintýranlegum Hafnarfjarðarslag.

FH-ingar vildu meina að dómgæslan hefði hallað verulega á þá í leiknum og þá sérstaklega í framlengingunni.

„Mér fannst þeir brottgengir og voru að gera mistök á báða boga. Það var mikill hiti í mönnu báðum megin og það er kannski ástæða fyrir því. Mann finnst allavega bara heiðarlegt ef það hallar á bæði liðin, annars held ég að þeir hafi sloppið ágætlega frá þessu."

„Reynsla, heppni og ótrúlegur vilji er ástæðan fyrir því að við fórum áfram í dag." sagði Aron ánægður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×