Klessukeyrsla Barrichello lán Hamiltons í tímatökum 26. september 2009 15:40 Nico Rosberg, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel eru fremstir á ráslínu í Singapúr. mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren ræsir fremstur af stað á ráslínu í Singapúr kappakstrinum á morgun. Við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er aðeins tólfti á ráslínu. Rubens Barrichello klúðraði sínum síðasta hring illilega eftir að hafa náð fimmta besta tíma. Hann klessti á vegg í lokahringum, sem þýddi að tímatakan var flautuð af og keppendur gátu ekki keyrt síðasta hringinn. Þetta þýddi að næsti hringur á undan gilti og í honum var Hamilton á undan Vettel. Nico Rosberg á Williams náði fimmta sæti, en hann varð annar í sama móti í fyrra á eftir Fernando Alonso. Vettel var í mjög góðum hring og með betri millitíma en Hamilton þegar tímatökunni var hætt vegna ákeyrslu Barrichello. Vettel er einmitt staðráðinn í að vinna mótið í Singapúr til að sækja stig á Button og Barrichello. Endirinn var því æði skondin og Barrichello heppinn að hanga á fimmta sætinu þrátt fyrir allt. En á móti kemur að hann verður færður aftur um 5 sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipta um gírkassa. Það er hefðbundinn refsing, en gírkassar verða að endast fjögur mót. Bein útsending frá kappakstrinum í Singapúr er kll. 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Sjá tímanna og brautarlýsingu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren ræsir fremstur af stað á ráslínu í Singapúr kappakstrinum á morgun. Við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er aðeins tólfti á ráslínu. Rubens Barrichello klúðraði sínum síðasta hring illilega eftir að hafa náð fimmta besta tíma. Hann klessti á vegg í lokahringum, sem þýddi að tímatakan var flautuð af og keppendur gátu ekki keyrt síðasta hringinn. Þetta þýddi að næsti hringur á undan gilti og í honum var Hamilton á undan Vettel. Nico Rosberg á Williams náði fimmta sæti, en hann varð annar í sama móti í fyrra á eftir Fernando Alonso. Vettel var í mjög góðum hring og með betri millitíma en Hamilton þegar tímatökunni var hætt vegna ákeyrslu Barrichello. Vettel er einmitt staðráðinn í að vinna mótið í Singapúr til að sækja stig á Button og Barrichello. Endirinn var því æði skondin og Barrichello heppinn að hanga á fimmta sætinu þrátt fyrir allt. En á móti kemur að hann verður færður aftur um 5 sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipta um gírkassa. Það er hefðbundinn refsing, en gírkassar verða að endast fjögur mót. Bein útsending frá kappakstrinum í Singapúr er kll. 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Sjá tímanna og brautarlýsingu
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira