Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og varð lækkunin í sumum tilfellum töluverð, til dæmis hjá japanska Mizuho-bankanum sem lækkaði um tæp níu prósent. Þá lækkuðu bréf námafyrirtækisins Billington um rúm fjögur prósent í kjölfar verðlækkunar á olíu og kopar. Nokkuð dró úr bjartsýni fjárfesta þegar bandaríski fjármálaráðherrann Timothy Geithner lýsti því yfir um helgina að bankar þar í landi þyrftu mikla aðstoð frá stjórnvöldum til að laga stöðu sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×