Handbolti

Ólafur var ekkert að segja frá að hann væri veikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson átti mjög flottan leik á móti Túnis.
Ólafur Guðmundsson átti mjög flottan leik á móti Túnis. Mynd/Stefán

Ólafur Guðmundsson, stórskytta úr FH, ætlaði ekkert að láta veikindi stoppa sig í að spila undanúrslitaleikinn á móti Túnis í gær. Ólafur skoraði tíu mörk í leiknum og átti frábæran leik.

„Ólafur var með magakveisu, höfuðverk og 39 stiga hita. Hann var ekkert að segja okkur frá því fyrr en einhvern tímann í leiknum þegar hann var búinn að setja nokkur mörk," sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara 19 ára landsliðsins.

„Það var ekkert að fara að stoppa hann að spila þennan leik og hann tók af skarið í lokin og þegar skipti máli," sagði Einar.

Ólafur nýtti 10 af 16 skotum sínum í leiknum en hann skoraði þrjú af síðustu fimm mörkum íslenska liðsins í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×