Nordea í dómsmáli vegna kaupa í íslensku bönkunum 3. nóvember 2009 08:21 Norræni stórbankinn Nordea er nú í miklum vandræðum en finnskir fjárfestar hafa ákært bankinn um að hafa tælt sig til að fjárfesta í skuldabréfasjóðnum Mermaid. Tæplega 25 milljarðar kr. eru horfnar og eftir standa 1.400 til 1.500 reiðir Finnar. Nordea fjárfesti í íslensku bönkunum þremur auk þess að fjárfesta í undirmálslánum vestan hafs í gegnum þennan sjóð. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni di.se segir að fjallað hafi verið um málið í sjónvarpsþætti í finnska sjónvarpinu. Þar var meðal annars rætt við Finna sem höfðu sett sparifé sitt í Mermaid sjóðinn og tapað því öllu. Hinsvegar hafi sölumenn Nordea talið þeim trú um að um örugga fjárfestingu væru að ræða. Nordea hóf að markaðssetja Mermaid fyrir þremur árum síðan og var sjóðnum beint að efnuðum einstaklingum. Í ljós hefur komið að fé þessa fólk var notað til kaupa á skuldabréfum í Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum og fasteignasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae í Bandaríkjunum. Þegar fjármálakreppan skall á í fyrra glataðist allt fé sjóðsins og í dag er ekki til króna af sparifé fyrrgreindra Finna. Í finnska sjónvarpsþættinum var fjármálaeftirlit landsins harðlega gagnrýnt fyrir að hafa ekki gripið inn í málið fyrr og stöðvað starfsemi Mermaid. Þess er jafnframt getið að norska fjármálaeftirlitið bannaði starfsemi Mermaid í Noregi þegar reynt var að markaðssetja sjóðinn þar í landi. Fyrsta dómsmál finnsku fjárfestanna gegn Nordea vegna Mermaid hefjast bráðlega. Alls hafa yfir 20 mál verið skráð hjá skuldabréfaeftirlitinu í Helsingfors þar sem krafist er endurgreiðslu frá Nordea sökum þessa sjóðs. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norræni stórbankinn Nordea er nú í miklum vandræðum en finnskir fjárfestar hafa ákært bankinn um að hafa tælt sig til að fjárfesta í skuldabréfasjóðnum Mermaid. Tæplega 25 milljarðar kr. eru horfnar og eftir standa 1.400 til 1.500 reiðir Finnar. Nordea fjárfesti í íslensku bönkunum þremur auk þess að fjárfesta í undirmálslánum vestan hafs í gegnum þennan sjóð. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni di.se segir að fjallað hafi verið um málið í sjónvarpsþætti í finnska sjónvarpinu. Þar var meðal annars rætt við Finna sem höfðu sett sparifé sitt í Mermaid sjóðinn og tapað því öllu. Hinsvegar hafi sölumenn Nordea talið þeim trú um að um örugga fjárfestingu væru að ræða. Nordea hóf að markaðssetja Mermaid fyrir þremur árum síðan og var sjóðnum beint að efnuðum einstaklingum. Í ljós hefur komið að fé þessa fólk var notað til kaupa á skuldabréfum í Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum og fasteignasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae í Bandaríkjunum. Þegar fjármálakreppan skall á í fyrra glataðist allt fé sjóðsins og í dag er ekki til króna af sparifé fyrrgreindra Finna. Í finnska sjónvarpsþættinum var fjármálaeftirlit landsins harðlega gagnrýnt fyrir að hafa ekki gripið inn í málið fyrr og stöðvað starfsemi Mermaid. Þess er jafnframt getið að norska fjármálaeftirlitið bannaði starfsemi Mermaid í Noregi þegar reynt var að markaðssetja sjóðinn þar í landi. Fyrsta dómsmál finnsku fjárfestanna gegn Nordea vegna Mermaid hefjast bráðlega. Alls hafa yfir 20 mál verið skráð hjá skuldabréfaeftirlitinu í Helsingfors þar sem krafist er endurgreiðslu frá Nordea sökum þessa sjóðs.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira