Stefán Gíslason og félagar í Bröndby gerðu 3-3 jafntefli við AaB í fyrri leik liðanna í undanúrslitum danska bikarsins í dag. Bröndby komst þrisvar yfir í leiknum en það dugði ekki til sigurs.
Stefán Gíslason lék allan leikinn á miðjunni hjá Bröndby. Anders Randrup skoraði tvö mörk fyrir liðið og Jan Kristiansen skoraði eitt.
Seinni leikur liðanna fer fram í Álaborg 29. apríl næstkomandi en þá verður leikið á Energi Nord vellinum sem er heimavöllur AaB.