Ferrari hættir ef FIA gefur sig ekki 12. maí 2009 15:36 Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari hefur í nógu að snúast þessa dagana. Stjórn Ferrari vill hætta í Formúlu 1 ef reglur FIA breytast ekki fyrir næst ár. Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til. FIA vill reglur sem verða til þess að ný lið geta komið inn í Formúlu 1 og kostað til 40 miljónunum pund, en stórliðin í dag eru að verja allt að 300 miljónum punda á ári. "Ef þessum tillögum verður ekki breytt, þá mun Ferrari ekki taka þátt í Formúlu 1 á næsta ári", segir m.a. í yfirlýsingu frá Ferrari í dag. "Ferrari hefur tekið þátt í Formúlu 1 í 60 ár, en ef FIA neitar að endurskoða afstöðu sína mun Ferrari leita leiða til að taka þátt í öðrum mótaröðum árið 2010. Ferrari lýsir líka yfir vonbrigðum með einstrengingslega ákvarðanatöku FIA, sem hefur ekki leitað samstarfs við Formúlu 1 lið í þessu máli:" Önnur lið eru líka á skjön við FIA. Red Bull, Torro Rosso, Renault, BMW og McLaren eru ekki sátt við framgang mála og ljóst að málsaðilar þurfa að funda. Sagt er að Max Mosley forseti FIA og Luca Montezemolo framkvæmdarstjóri Ferrari muni hittast í vikunni. Keppnislið í Formúlu 1 þurfa að sækja um þátttöku árið 2010 í síðasta lagi 29. maí n.k.Sjá yfirlýsingu Ferrari Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til. FIA vill reglur sem verða til þess að ný lið geta komið inn í Formúlu 1 og kostað til 40 miljónunum pund, en stórliðin í dag eru að verja allt að 300 miljónum punda á ári. "Ef þessum tillögum verður ekki breytt, þá mun Ferrari ekki taka þátt í Formúlu 1 á næsta ári", segir m.a. í yfirlýsingu frá Ferrari í dag. "Ferrari hefur tekið þátt í Formúlu 1 í 60 ár, en ef FIA neitar að endurskoða afstöðu sína mun Ferrari leita leiða til að taka þátt í öðrum mótaröðum árið 2010. Ferrari lýsir líka yfir vonbrigðum með einstrengingslega ákvarðanatöku FIA, sem hefur ekki leitað samstarfs við Formúlu 1 lið í þessu máli:" Önnur lið eru líka á skjön við FIA. Red Bull, Torro Rosso, Renault, BMW og McLaren eru ekki sátt við framgang mála og ljóst að málsaðilar þurfa að funda. Sagt er að Max Mosley forseti FIA og Luca Montezemolo framkvæmdarstjóri Ferrari muni hittast í vikunni. Keppnislið í Formúlu 1 þurfa að sækja um þátttöku árið 2010 í síðasta lagi 29. maí n.k.Sjá yfirlýsingu Ferrari
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira