Atvinnuleysi meðal ríkjan innan ESB er hið mesta í áratug. Samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í morgun nam atvinnuleysið 9,5% innan sambandsins og hefur ekki verið meira síðan 1999. Atvinnuleysið jókst úr 9,4% í júní og í 9,5% í júlí.
Í frétt um málið á börsen.dk segir að efnahagskreppan sé ástæðan fyrir auknu atvinnuleysi innan ESB þessa daganna. Fjöldi fyrirtækja hefur gripið til uppsagna hjá starfsfólki sínu sökum hennar.
Þetta mikla atvinnuleysi kemur ekki á óvart. Þannig hafði hópur sérfræðinga, sem Bloomberg bað um að segja fyrir um atvinnuleysið spáð því að það yrði 9,5%.
Fyrir aðeins tveimur árum var atvinnuleysið innan ESB 7,6% en þá fór það að færast í aukanna.