Schwarzenegger vill selja San Quentin fangelsið 14. maí 2009 14:14 Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu leggur í dag fram tillögu um að selja San Quentin fangelsið og fleiri þekktar byggingar í ríkinu til að fá meira fé í ríkiskassann. Kalifornía glímir við mikil fjárhagsvandræði og stefnir hallinn á fjárlögum ríkisins í rúmlega 20 milljarðar dollara eða 2.500 milljarðar kr. á næsta ári. Talið er að salan á San Quentin og öðrum byggingum geti skilað á bilinu 600 til 1.000 milljónum dollara. San Quentin hefur lengi verið til umræðu sem söluvara enda er fangelsið staðsett á besta stað í Kaliforníu með gott útsýni yfir San Francisco flóann. San Quentin var komið á laggirnar árið 1852 og er því elsta starfandi fangelsið í Kaliforníu. Það er jafnframt eina fangelsið í ríkinu með dauðgang fyrir þá sem bíða aftöku í kjölfar dauðadóms. Gasklefi fangelsisins var tekinn úr notkun árið 1996 og nú eru fangarnir líflátnir með eitursprautu. Þess má geta að Johnny Cash hélt eina þekktustu tónleika sína í fangelsinu árið 1969. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu leggur í dag fram tillögu um að selja San Quentin fangelsið og fleiri þekktar byggingar í ríkinu til að fá meira fé í ríkiskassann. Kalifornía glímir við mikil fjárhagsvandræði og stefnir hallinn á fjárlögum ríkisins í rúmlega 20 milljarðar dollara eða 2.500 milljarðar kr. á næsta ári. Talið er að salan á San Quentin og öðrum byggingum geti skilað á bilinu 600 til 1.000 milljónum dollara. San Quentin hefur lengi verið til umræðu sem söluvara enda er fangelsið staðsett á besta stað í Kaliforníu með gott útsýni yfir San Francisco flóann. San Quentin var komið á laggirnar árið 1852 og er því elsta starfandi fangelsið í Kaliforníu. Það er jafnframt eina fangelsið í ríkinu með dauðgang fyrir þá sem bíða aftöku í kjölfar dauðadóms. Gasklefi fangelsisins var tekinn úr notkun árið 1996 og nú eru fangarnir líflátnir með eitursprautu. Þess má geta að Johnny Cash hélt eina þekktustu tónleika sína í fangelsinu árið 1969.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira