Niðursveiflan í Litháen hefur náð hámarki 28. september 2009 10:00 Niðursveiflan í Litháen, sem er sú dýpsta innan Evrópusambandslandanna, er líklega að ná hámarki og má búast við því að hagvöxtur verði á næsta ári, haldi eftirspurn áfram að aukast. Þetta er mat seðlabankastjóra Litháen, Reinoldijus Sarkinas. Hann telur að ef jákvæðar aðstæður erlendis haldast megi búast við hagvexti, jafnvel þótt lítill verði. Fjallað er um málið í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að forsætisráðuneyti landsins býst þó við samdrætti í þjóðarframleiðslu upp á 4,3% á næsta ári en til að uppfylla skilmála um upptöku evrunnar þarf að draga ríflega saman í ríkisútgjöldum. Aukin skattheimta og lægri ríkisútgjöld voru stór þáttur í 20,2% samdrætti hagkerfisins á síðasta ársfjórðungi og ákvað ríkisstjórnin í gær að herða sultarólina enn frekar til að koma í veg fyrir að fjárlagahallinn fari yfir 8% af þjóðarframleiðslu þessa árs. Aukinn fjárlagahalli leiðir þó ekki til þess að landið þurfi hjálp við fjármögnun og hefur landið að sögn forsætisráðherrans enga þörf fyrir utanaðkomandi hjálp. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Litháen ætti að komast hjá því að þurfa að þiggja utanaðkomandi aðstoð ef það nær að safna fé á innlendum eða erlendum skuldabréfamörkuðum. Að mati Sarkinas hafa aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum batnað umtalsvert síðan í upphafi árs og segir að líklega sé hægt að gefa út skuldabréf í evrum á hagstæðari kjörum en gert var í upphafi ársins. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Niðursveiflan í Litháen, sem er sú dýpsta innan Evrópusambandslandanna, er líklega að ná hámarki og má búast við því að hagvöxtur verði á næsta ári, haldi eftirspurn áfram að aukast. Þetta er mat seðlabankastjóra Litháen, Reinoldijus Sarkinas. Hann telur að ef jákvæðar aðstæður erlendis haldast megi búast við hagvexti, jafnvel þótt lítill verði. Fjallað er um málið í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að forsætisráðuneyti landsins býst þó við samdrætti í þjóðarframleiðslu upp á 4,3% á næsta ári en til að uppfylla skilmála um upptöku evrunnar þarf að draga ríflega saman í ríkisútgjöldum. Aukin skattheimta og lægri ríkisútgjöld voru stór þáttur í 20,2% samdrætti hagkerfisins á síðasta ársfjórðungi og ákvað ríkisstjórnin í gær að herða sultarólina enn frekar til að koma í veg fyrir að fjárlagahallinn fari yfir 8% af þjóðarframleiðslu þessa árs. Aukinn fjárlagahalli leiðir þó ekki til þess að landið þurfi hjálp við fjármögnun og hefur landið að sögn forsætisráðherrans enga þörf fyrir utanaðkomandi hjálp. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Litháen ætti að komast hjá því að þurfa að þiggja utanaðkomandi aðstoð ef það nær að safna fé á innlendum eða erlendum skuldabréfamörkuðum. Að mati Sarkinas hafa aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum batnað umtalsvert síðan í upphafi árs og segir að líklega sé hægt að gefa út skuldabréf í evrum á hagstæðari kjörum en gert var í upphafi ársins.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira