Þriggja manna titilbarátta í dag 18. október 2009 09:34 Rubens Barrichello er fremstur á ráslínu, en Mark Webber og Adrian Sutil eru honum næstir. mynd: Getty Images Formúlu 1 mótið í Brasilíu fer fram í dag og berjast þrír ökumenn um meistaratitilinn. Rubens Barrichello er einn þeirra og er fremstur á ráslínu á meðan helstu keppinautar hans eru í fjórtánda og fimmtánda sæti. Barrichello getur því sótt á Jenson Button sem er með 14 stiga forskot á hann og 16 á Vettel. Barrichello er í kjörstöðu að láta að sér kveðja, en tímatakan í gær tafðist um 2 tíma vegna rigningar og spáð er erfiðum veðurskilyrðum í dag. Jafnvel þrumuveðri, en kappaksturinn er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport. "Þetta er sérstakur dagur. Bíllinn var góður í þurru og rigningu og menn voru að beita alskyns taktík til að ná árangri við erfiðar aðstæður. Ég keyrði snilldarvel og þó ég sé með minna bensín en keppinautarnir. Ég vildi vera fremstur og ráða hraðanum í upphafi móts", sagði Barrichello. Barrichello var með alla fjölskyldu sína á staðnum og tvo unga syni sem fögnuðu mjög. "Ég er mjög svekktur að vera í þessari stöðu og Barrichello er fremstur. appaksturinn verður spennandi og ég verð að keyra eins og andskotinn sé á eftir mér. Ég vil ekki bara ná í örfá stig, ég verð að standa mig vel. Ég mun berjast og það munu fleiri gera í kringum mig. Það er ómögulegt að spáí veðrið hérna, en ég vona að það verði þurrt svo það verði auðveldara að fara framúr. Brautin býður upp á það", sagði Button. "Ég var bara óheppinn og lenti í mikilli traffík þegar aðstæður voru sem bestar og gat ekki bætt mig. Svona er lífið, en ég var reiður eftir tímatökuna. Það hefði verið betra að ræsa af stað af fremsta stað á ráslínu, en ég verð að sætta mig við stöðuna. En menn hafa landað sigri, þó þeir hafi lent aftarlega á ráslínu. En það verður erfitt. Svona er bara lífið", sagði Vettel. Sjá brautarlýsingu or rásröðina Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Formúlu 1 mótið í Brasilíu fer fram í dag og berjast þrír ökumenn um meistaratitilinn. Rubens Barrichello er einn þeirra og er fremstur á ráslínu á meðan helstu keppinautar hans eru í fjórtánda og fimmtánda sæti. Barrichello getur því sótt á Jenson Button sem er með 14 stiga forskot á hann og 16 á Vettel. Barrichello er í kjörstöðu að láta að sér kveðja, en tímatakan í gær tafðist um 2 tíma vegna rigningar og spáð er erfiðum veðurskilyrðum í dag. Jafnvel þrumuveðri, en kappaksturinn er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport. "Þetta er sérstakur dagur. Bíllinn var góður í þurru og rigningu og menn voru að beita alskyns taktík til að ná árangri við erfiðar aðstæður. Ég keyrði snilldarvel og þó ég sé með minna bensín en keppinautarnir. Ég vildi vera fremstur og ráða hraðanum í upphafi móts", sagði Barrichello. Barrichello var með alla fjölskyldu sína á staðnum og tvo unga syni sem fögnuðu mjög. "Ég er mjög svekktur að vera í þessari stöðu og Barrichello er fremstur. appaksturinn verður spennandi og ég verð að keyra eins og andskotinn sé á eftir mér. Ég vil ekki bara ná í örfá stig, ég verð að standa mig vel. Ég mun berjast og það munu fleiri gera í kringum mig. Það er ómögulegt að spáí veðrið hérna, en ég vona að það verði þurrt svo það verði auðveldara að fara framúr. Brautin býður upp á það", sagði Button. "Ég var bara óheppinn og lenti í mikilli traffík þegar aðstæður voru sem bestar og gat ekki bætt mig. Svona er lífið, en ég var reiður eftir tímatökuna. Það hefði verið betra að ræsa af stað af fremsta stað á ráslínu, en ég verð að sætta mig við stöðuna. En menn hafa landað sigri, þó þeir hafi lent aftarlega á ráslínu. En það verður erfitt. Svona er bara lífið", sagði Vettel. Sjá brautarlýsingu or rásröðina
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira