Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu 3. febrúar 2009 09:11 Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. Eins og fram kom hjá Fréttastofu í gærkvöldi segir Shearer nú að hann hafi varað breska fjármálaeftirlitið (FSA) við því að leyfa Kaupþingi að yfirtaka Singer & Friedlander. Raunar segir hann að FSA hefði átt að hafa nægar upplýsingar í höndunum til að koma í veg fyrir yfirtökuna. Shearer mun koma fyrir sérstaka rannsóknarnefnd á vegum breska fjármálaráðuneytisins í dag en nefndin kannar nú ástæðurnar fyrir bankakreppunni sem ríkt hefur í Bretlandi. Ummælum Shearer, sem koma fram í bréfi hans til nefndarinnar var lekið í breska fjölmiðla í gærkvöldi. Bloomberg-fréttaveitan tekur málið upp í dag og þar segir Cerris Tavinor talskona FSA að eftirlitið telji að bréfið gefi ekki rétta mynd af atburðarrásinni í kringum yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander. Shearer sagði sig úr stjórn Singer & Friedlander áður en yfirtökutilboð Kaupþings var lagt fram fyrir hluthafa bankans. Hafnaði hann boði um að verða stjórnarformaður nýrrar stjórnar því að hann..." var ekki tilbúinn til að bera ábyrgð gagnvart FSA á félagi í eigu Kaupþings..." eins og það er orðað í bréfinu. Jafnframt segir Shearer að þáverandi stjórn Singer & Friedlander hafi deilt með honum áhyggjum af yfirtöku Kaupþings. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. Eins og fram kom hjá Fréttastofu í gærkvöldi segir Shearer nú að hann hafi varað breska fjármálaeftirlitið (FSA) við því að leyfa Kaupþingi að yfirtaka Singer & Friedlander. Raunar segir hann að FSA hefði átt að hafa nægar upplýsingar í höndunum til að koma í veg fyrir yfirtökuna. Shearer mun koma fyrir sérstaka rannsóknarnefnd á vegum breska fjármálaráðuneytisins í dag en nefndin kannar nú ástæðurnar fyrir bankakreppunni sem ríkt hefur í Bretlandi. Ummælum Shearer, sem koma fram í bréfi hans til nefndarinnar var lekið í breska fjölmiðla í gærkvöldi. Bloomberg-fréttaveitan tekur málið upp í dag og þar segir Cerris Tavinor talskona FSA að eftirlitið telji að bréfið gefi ekki rétta mynd af atburðarrásinni í kringum yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander. Shearer sagði sig úr stjórn Singer & Friedlander áður en yfirtökutilboð Kaupþings var lagt fram fyrir hluthafa bankans. Hafnaði hann boði um að verða stjórnarformaður nýrrar stjórnar því að hann..." var ekki tilbúinn til að bera ábyrgð gagnvart FSA á félagi í eigu Kaupþings..." eins og það er orðað í bréfinu. Jafnframt segir Shearer að þáverandi stjórn Singer & Friedlander hafi deilt með honum áhyggjum af yfirtöku Kaupþings.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira