Handbolti

Akureyri í sinn fyrsta úrslitaleik eftir öruggan sigur á FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oddur Grétarsson skoraði 11 mörk fyrir Akureyri.
Oddur Grétarsson skoraði 11 mörk fyrir Akureyri. Mynd/Anton

Akureyri tryggði sér sæti í úrslitaleik karla í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum eftir öruggan níu marka sigur á FH, 35-26, á Strandgötunni í dag. FH-liðið mætti vængbrotið til leiks þar sem að það vantaði marka lykilmenn í liðið.

Akureyri var 18-13 yfir í hálfleik en FH-ingar náðu með góðri baráttu að minnka muninn niður í eitt mark, 22-23, um miðjan seinni hálfleik. Þeir komust ekki nær því Akureyringar gáfu aftur í og unnu öruggan sigur.

Oddur Grétarsson skoraði 11 mörk fyrir Akureyri en Ólafur Gústafsson var markahæstur hjá FH með átta mörk og Hermann Björnsson skoraði 7 mörk.

Akureyri mætir liði Hauka í úrslitaleiknum sem fer fram á Strandgötunni klukkan 18.00 á morgun. Þetta er fyrsti úrslitaleikurinn síðan að KA og Þór sameinuðust undir nafni Akureyrar.

FH-Akureyri 26-35 (13-18)

Mörk FH: Ólafur Gústafsson 8, Hermann Björnsson 7, Halldór Guðjónsson 4, Guðni Már Kristinsson 3, Reynir Jónasson 2, Ísak Rafnsson 1, Bjarki Jónsson 1.

Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 11, Jónatan Þór Magnússon 6, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Andri Snær Stefánsson 4, Geir Guðmundsson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson    2, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Hreinn Þór Hauksson 1, Guðlaugur Arnarsson 1, Árni Þór Sigtryggsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×