Fengu 80% af Landic Property fyrir tæpar 170 krónur 17. apríl 2009 08:48 Vefsíðan business.dk greinir frá því að fjárfestingafélagið Trackside frá Berlín hafi fengið 80% eignarhlut í Landic Property í Danmörku svo gott sem gefins eða á eina evrum sem samsvarar tæpum 170 kr. Þótt business.dk blási yfir verðinu á Landic er forstjóri félagsins Michael Sheikh ánægður með söluna. Hann segir að þetta hefði getað farið mun verr fyrir Landic. Sheikh segir ljóst að eftir bankahrunið á Íslandi s.l. haust gat Landic ekki starfað áfram án raunverulegs eiganda. Síðan hafi verið leitað lausna á því vandamáli og eftir ráðgjöf frá Catella var ákveðið að halda dönsku, sænsku og finnsku eignarhlutunum saman og fá fjársterkan aðila til að yfirtaka þær gegn væntanlegum hagnaði í framtíðinni af minnihlutaeigninni sem eftir er í Landic. „Hinn möguleikinn var að selja félagið í stykkjavís og við núverandi markaðsaðstæður hefði það komið mun verr út," segir Sheikh. Trackside er í einkaeigu nokkurra fjársterkra einstaklinga og hefur hingað til aðaðlega einbeitt sér að fjárfestingum í hótelum í Þýskalandi en lætur einnig til sín taka í öðrum fasteignum. Þá á félagið stóran hlut í tölvufyrirtæki sem skráð er á markaðinn í London. Business.dk segir að Trackside sé óskrifað blað á Norðurlöndunum en vitað er að félagið er stærra en Landic Property. Eignir Landic á Norðurlöndunum, það er Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, voru metnar á yfir 35 milljarða danskra kr. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vefsíðan business.dk greinir frá því að fjárfestingafélagið Trackside frá Berlín hafi fengið 80% eignarhlut í Landic Property í Danmörku svo gott sem gefins eða á eina evrum sem samsvarar tæpum 170 kr. Þótt business.dk blási yfir verðinu á Landic er forstjóri félagsins Michael Sheikh ánægður með söluna. Hann segir að þetta hefði getað farið mun verr fyrir Landic. Sheikh segir ljóst að eftir bankahrunið á Íslandi s.l. haust gat Landic ekki starfað áfram án raunverulegs eiganda. Síðan hafi verið leitað lausna á því vandamáli og eftir ráðgjöf frá Catella var ákveðið að halda dönsku, sænsku og finnsku eignarhlutunum saman og fá fjársterkan aðila til að yfirtaka þær gegn væntanlegum hagnaði í framtíðinni af minnihlutaeigninni sem eftir er í Landic. „Hinn möguleikinn var að selja félagið í stykkjavís og við núverandi markaðsaðstæður hefði það komið mun verr út," segir Sheikh. Trackside er í einkaeigu nokkurra fjársterkra einstaklinga og hefur hingað til aðaðlega einbeitt sér að fjárfestingum í hótelum í Þýskalandi en lætur einnig til sín taka í öðrum fasteignum. Þá á félagið stóran hlut í tölvufyrirtæki sem skráð er á markaðinn í London. Business.dk segir að Trackside sé óskrifað blað á Norðurlöndunum en vitað er að félagið er stærra en Landic Property. Eignir Landic á Norðurlöndunum, það er Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, voru metnar á yfir 35 milljarða danskra kr.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira