Fengu 80% af Landic Property fyrir tæpar 170 krónur 17. apríl 2009 08:48 Vefsíðan business.dk greinir frá því að fjárfestingafélagið Trackside frá Berlín hafi fengið 80% eignarhlut í Landic Property í Danmörku svo gott sem gefins eða á eina evrum sem samsvarar tæpum 170 kr. Þótt business.dk blási yfir verðinu á Landic er forstjóri félagsins Michael Sheikh ánægður með söluna. Hann segir að þetta hefði getað farið mun verr fyrir Landic. Sheikh segir ljóst að eftir bankahrunið á Íslandi s.l. haust gat Landic ekki starfað áfram án raunverulegs eiganda. Síðan hafi verið leitað lausna á því vandamáli og eftir ráðgjöf frá Catella var ákveðið að halda dönsku, sænsku og finnsku eignarhlutunum saman og fá fjársterkan aðila til að yfirtaka þær gegn væntanlegum hagnaði í framtíðinni af minnihlutaeigninni sem eftir er í Landic. „Hinn möguleikinn var að selja félagið í stykkjavís og við núverandi markaðsaðstæður hefði það komið mun verr út," segir Sheikh. Trackside er í einkaeigu nokkurra fjársterkra einstaklinga og hefur hingað til aðaðlega einbeitt sér að fjárfestingum í hótelum í Þýskalandi en lætur einnig til sín taka í öðrum fasteignum. Þá á félagið stóran hlut í tölvufyrirtæki sem skráð er á markaðinn í London. Business.dk segir að Trackside sé óskrifað blað á Norðurlöndunum en vitað er að félagið er stærra en Landic Property. Eignir Landic á Norðurlöndunum, það er Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, voru metnar á yfir 35 milljarða danskra kr. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vefsíðan business.dk greinir frá því að fjárfestingafélagið Trackside frá Berlín hafi fengið 80% eignarhlut í Landic Property í Danmörku svo gott sem gefins eða á eina evrum sem samsvarar tæpum 170 kr. Þótt business.dk blási yfir verðinu á Landic er forstjóri félagsins Michael Sheikh ánægður með söluna. Hann segir að þetta hefði getað farið mun verr fyrir Landic. Sheikh segir ljóst að eftir bankahrunið á Íslandi s.l. haust gat Landic ekki starfað áfram án raunverulegs eiganda. Síðan hafi verið leitað lausna á því vandamáli og eftir ráðgjöf frá Catella var ákveðið að halda dönsku, sænsku og finnsku eignarhlutunum saman og fá fjársterkan aðila til að yfirtaka þær gegn væntanlegum hagnaði í framtíðinni af minnihlutaeigninni sem eftir er í Landic. „Hinn möguleikinn var að selja félagið í stykkjavís og við núverandi markaðsaðstæður hefði það komið mun verr út," segir Sheikh. Trackside er í einkaeigu nokkurra fjársterkra einstaklinga og hefur hingað til aðaðlega einbeitt sér að fjárfestingum í hótelum í Þýskalandi en lætur einnig til sín taka í öðrum fasteignum. Þá á félagið stóran hlut í tölvufyrirtæki sem skráð er á markaðinn í London. Business.dk segir að Trackside sé óskrifað blað á Norðurlöndunum en vitað er að félagið er stærra en Landic Property. Eignir Landic á Norðurlöndunum, það er Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, voru metnar á yfir 35 milljarða danskra kr.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira