Damon Hill: Fólk mun sakna Silverstone 18. júní 2009 09:24 Damon Hill með höggmynd af föður sínum Graham Hill, sem var kappakstursökumaður og vinsæll Í Bretlandi. mynd: getty images Damon Hill, forseti félags kappakstursökumanna segir að áhorfendur muni sakna Silverstone eftir lokamótið á brautinni um helgina. Hill vann meistaratitilinn í Formúlu 1 árið 1996 og vann sigur á brautinni árið 1994, en mót hefur verið haldið á brautinni síðan 1950, með hléum þó, en samfleytt frá árinu 1987. Fjöldi Íslendinga hefur sótt brautina heim gegnum tíðina. "Silverstone er stór hluti af sögu Formúlu 1 og er því ómetanleg fyrir Formúlu 1. Sagan gerir hana mikilvæga og stöðugleiki er mikilvægur í íþróttinni", sagði Hill, en honum tókst ekki að sannfæra Bernie Ecclestone um mikilvægi brautarinnar. Breska ríkisstjórnin vildi ekki styrkja mótshaldið og því varð að gefa breska mótið eftir til aðila sem ætla að halda mót á Donington Park í framtíðinni. "Ég er ekki á móti breytingum, en Formúlan hefur verið að færast á brautir erlendis þar sem fólk hefur lítið vit á því sem er að gerast og áhorfendapallarnir eru hálf tómir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, sem er vinsæl hérlendis eins og fótboltinn. Ég er ekkert búinn að afskrifa að breski kappaksturinn verði aftur á Silverstone í framtíðinni. Hlutir breytast fljótt í þessum heimi", sagði Hill. Fjallað verður um Silverstone í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 í kvöld. Gestir verða Sverrir Þóroddsson sem þekkir sögu kappaksturs í Bretlandi vel og Kristján Einar Kristjánsson sem hefur keppt á brautinni í Formúlu 3. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Damon Hill, forseti félags kappakstursökumanna segir að áhorfendur muni sakna Silverstone eftir lokamótið á brautinni um helgina. Hill vann meistaratitilinn í Formúlu 1 árið 1996 og vann sigur á brautinni árið 1994, en mót hefur verið haldið á brautinni síðan 1950, með hléum þó, en samfleytt frá árinu 1987. Fjöldi Íslendinga hefur sótt brautina heim gegnum tíðina. "Silverstone er stór hluti af sögu Formúlu 1 og er því ómetanleg fyrir Formúlu 1. Sagan gerir hana mikilvæga og stöðugleiki er mikilvægur í íþróttinni", sagði Hill, en honum tókst ekki að sannfæra Bernie Ecclestone um mikilvægi brautarinnar. Breska ríkisstjórnin vildi ekki styrkja mótshaldið og því varð að gefa breska mótið eftir til aðila sem ætla að halda mót á Donington Park í framtíðinni. "Ég er ekki á móti breytingum, en Formúlan hefur verið að færast á brautir erlendis þar sem fólk hefur lítið vit á því sem er að gerast og áhorfendapallarnir eru hálf tómir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, sem er vinsæl hérlendis eins og fótboltinn. Ég er ekkert búinn að afskrifa að breski kappaksturinn verði aftur á Silverstone í framtíðinni. Hlutir breytast fljótt í þessum heimi", sagði Hill. Fjallað verður um Silverstone í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 í kvöld. Gestir verða Sverrir Þóroddsson sem þekkir sögu kappaksturs í Bretlandi vel og Kristján Einar Kristjánsson sem hefur keppt á brautinni í Formúlu 3. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira