Barrichello vill sigur á heimavelli 16. október 2009 09:28 Rubens Barrichello langar í sigur á heimavelli, en hann hefur aðeins einu sinni komist á verðlaunapalli í mótinu á Interlagos. Rubens Barrichello keppir á heimavelli í Brasilíu um helgina og er einn þriggja ökumanna sem á möguleik á meistaratitilinum. Keppinautar hans eru Sebastian Vettel og Jenson Button, sem gæti tryggt titilinn á sunnudaginn með góðum árangri. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello þegar tveimur mótum er ólokið, en fyrir sigur frást 10 stig. Barrichello mun njóta stuðnings heimamanna, en hann hefur ekki unnið á heimavelli í þau sautján ár sem hann hefur keppt í Formúlu 1. "Ég finn ekki fyrir sérstakri pressu á heimavelli, né heldur að titillinn sé í húfi. Ég vonast til að geta keppt til sigurs á Interlagos brautinni. Mig langar í sigur fyrir framan landa mína", sagði Barrichello í samtali við fréttamenn. Hann ekur á æfingum í dag ásamt keppinautum sínum, en rigningu er spáð alla mótshelgina. Rigning hefur fallið Vettel vel í geð til þessa og gæti hentar Red Bull bíl hans vel, en Brawn menn eru hrifnari af þurri braut. "Það að eiga sjéns á sigri er frábær tilfinning, því þegar ég var hér fyrir ári síðan þá vissi ég ekki hvort mótið væri það síðasta eður ei. Núna er ég í samningaviðræðum við Brawn og Williams og er þakklátur að eiga tækfæri á því að keppa eitt árið enn. Ég mun grípa alla þá jákvæðu orku sem er að finna hjá löndum mínum og nýta hana í keppninni á sunnudaginn", sagði Barrichello. Ítarlega verður fjallað um æfingar dagsins í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 21.00. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rubens Barrichello keppir á heimavelli í Brasilíu um helgina og er einn þriggja ökumanna sem á möguleik á meistaratitilinum. Keppinautar hans eru Sebastian Vettel og Jenson Button, sem gæti tryggt titilinn á sunnudaginn með góðum árangri. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello þegar tveimur mótum er ólokið, en fyrir sigur frást 10 stig. Barrichello mun njóta stuðnings heimamanna, en hann hefur ekki unnið á heimavelli í þau sautján ár sem hann hefur keppt í Formúlu 1. "Ég finn ekki fyrir sérstakri pressu á heimavelli, né heldur að titillinn sé í húfi. Ég vonast til að geta keppt til sigurs á Interlagos brautinni. Mig langar í sigur fyrir framan landa mína", sagði Barrichello í samtali við fréttamenn. Hann ekur á æfingum í dag ásamt keppinautum sínum, en rigningu er spáð alla mótshelgina. Rigning hefur fallið Vettel vel í geð til þessa og gæti hentar Red Bull bíl hans vel, en Brawn menn eru hrifnari af þurri braut. "Það að eiga sjéns á sigri er frábær tilfinning, því þegar ég var hér fyrir ári síðan þá vissi ég ekki hvort mótið væri það síðasta eður ei. Núna er ég í samningaviðræðum við Brawn og Williams og er þakklátur að eiga tækfæri á því að keppa eitt árið enn. Ég mun grípa alla þá jákvæðu orku sem er að finna hjá löndum mínum og nýta hana í keppninni á sunnudaginn", sagði Barrichello. Ítarlega verður fjallað um æfingar dagsins í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 21.00. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos
Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira