Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni 14. október 2009 13:09 Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Samkvæmt þessu hefur iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu nú aukist fjóra mánuði í röð og um samtals 3,1% frá því að botninum var náð síðasta vetur. Hinsvegar er töluvert langt í að iðnaðarframleiðslan nái fyrra hámarki sínu frá því fyrir kreppuna á síðasta ári. Framleiðslan er enn 15,4% minni en hún var á þeim tíma. Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir í samtali við börsen.dk að menn hafi séð sterkan vöxt í iðnaðarframleiðslu Þýskalands, Frakklandi og Ítalíu. „Og von er á að sú þróun haldi áfram næstu mánuði," segir Hansen. Það eru einkum útflytjendur sem keyra vöxtinn í iðnaðarframleiðslunni áfram. Einkaneysla og fjárfestingar hafa ekki náð sér á strik í sama mæli. „Ef einkaneyslan hrekkur í gang í kringum nýárið lítur árið 2010 mjög vel út," segir Hansen. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Samkvæmt þessu hefur iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu nú aukist fjóra mánuði í röð og um samtals 3,1% frá því að botninum var náð síðasta vetur. Hinsvegar er töluvert langt í að iðnaðarframleiðslan nái fyrra hámarki sínu frá því fyrir kreppuna á síðasta ári. Framleiðslan er enn 15,4% minni en hún var á þeim tíma. Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir í samtali við börsen.dk að menn hafi séð sterkan vöxt í iðnaðarframleiðslu Þýskalands, Frakklandi og Ítalíu. „Og von er á að sú þróun haldi áfram næstu mánuði," segir Hansen. Það eru einkum útflytjendur sem keyra vöxtinn í iðnaðarframleiðslunni áfram. Einkaneysla og fjárfestingar hafa ekki náð sér á strik í sama mæli. „Ef einkaneyslan hrekkur í gang í kringum nýárið lítur árið 2010 mjög vel út," segir Hansen.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira