John Howett, forsvarsmaður Toyota Formúlu 1 liðsins er ánægður að búið er að leysa deilu FIA og FOTA og ljóst að ekki verður klofningur í íþróttinni.
"Ég er ánægður að tilllögur FOTA voru teknar gildar. Núna hefur skapast jafnvægi til framtíðar og almennileg stjórnun verður á mótshaldi. Þetta eru góðar fréttir fyrir alla sem koma að Formúlu 1. Þetta hafa verið erfiðir tímar, en núna hefst uppbyggingarstarf eftir að við náðum réttum niðurstöðum fyrir Formúlu 1", sagði Howett.
FOTA menn funda í dag í Bologna á Ítalíu, þar sem lokahönd verður lögð á tilllögur til lækkunar rekstrarkostnaðar. Þá vilja FOTA menn að miðaverð á mót verði lækkað verulega. Um 300.000 áhorfendur mættu á mótið á Silverstone í Bretlandi, en á mörgum öðrum mótum hafa verið hálftímar stúkur, t.d. í Tyrklandi. Miðaverð þótti einfaldlega alltof hátt.
Toyota stjórinn ánægður með sáttafundinn

Mest lesið



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn





Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn

Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti
