Debenhams kaupir Magasin du Nord á 2,5 milljarða 12. nóvember 2009 08:40 Breska verslunarkeðjan Debenhams hefur fest kaup á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Kaupverðið er 12,3 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar kr. RetailWeek greinir frá þessu í morgun. Þar er haft eftir Rob Templeman forstjóra Debenhams að mikil nálgun sé milli beggja fyrirtækja og að kaupin muni verða „mjög aðlaðandi" fyrir hluthafana. „Magasin er eitt best þekkta vörumerki Danmerkur með dyggan hóp viðskiptavina og frábærar vörur," segir Templeman. Magasin du Nord komst í eigu Straums við gjaldþrot Baugs. Í ágúst s.l. keypti pakistanski fjárfestirinn Alshair Fiyaz hlut í Magasin og Illum og í frétt hér á síðunni þá sagði að Fiyaz kæmi með nýtt hlutafé til að tryggja framtíð verslananna. Í fréttinni segir: „Verslanirnar verða seldar inn í nýtt rekstarfélag sem heitir Solstra Holding A/S sem verður í helmingseigu Straums og í helmingseigu Fiyaz. Fiyaz hefur verið áberandi í viðskiptum í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum á síðustu þremur árum." Baugur átti áður 13% hlut í Debenhams. Sá hlutur komst í eigu HSBC bankans s.l. vetur eftir gjaldþrot Baugs og seldi bankinn hlutinn með miklu tapi í apríl s.l. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Debenhams hefur fest kaup á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Kaupverðið er 12,3 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar kr. RetailWeek greinir frá þessu í morgun. Þar er haft eftir Rob Templeman forstjóra Debenhams að mikil nálgun sé milli beggja fyrirtækja og að kaupin muni verða „mjög aðlaðandi" fyrir hluthafana. „Magasin er eitt best þekkta vörumerki Danmerkur með dyggan hóp viðskiptavina og frábærar vörur," segir Templeman. Magasin du Nord komst í eigu Straums við gjaldþrot Baugs. Í ágúst s.l. keypti pakistanski fjárfestirinn Alshair Fiyaz hlut í Magasin og Illum og í frétt hér á síðunni þá sagði að Fiyaz kæmi með nýtt hlutafé til að tryggja framtíð verslananna. Í fréttinni segir: „Verslanirnar verða seldar inn í nýtt rekstarfélag sem heitir Solstra Holding A/S sem verður í helmingseigu Straums og í helmingseigu Fiyaz. Fiyaz hefur verið áberandi í viðskiptum í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum á síðustu þremur árum." Baugur átti áður 13% hlut í Debenhams. Sá hlutur komst í eigu HSBC bankans s.l. vetur eftir gjaldþrot Baugs og seldi bankinn hlutinn með miklu tapi í apríl s.l.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira