Lionel Messi segir að hann vilji gjarnan ljúka sínum ferli hjá Barcelona en hann skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið.
Messi er 22 ára gamall og gildir nýi samningurinn til loka tímabilsins 2016.
„Ég vil ljúka mínum ferli hér," sagði Messi í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins. „Ég vil spila hér allan minn feril ef það er mögulegt."
Messi vann allt sem hægt er að vinna með Barcelona á síðustu leiktíð. „Ég er bara einn leikmaður í stórkostlegum leikmannahópi þessa liðs. Við erum mjög nánir og viljum halda áfram á þessari braut."
