Barcelona staðfesti í gær að Yaya Toure og Eric Abidal væru smitaðir af svínaflensunni og gætu því ekki leikið með liðinu gegn Athletic Bilbao í kvöld.
Spænskir fjölmiðlar greina nú frá því að Rafael Marquez geti heldur ekki leikið með Barcelona í kvöld og þykir sterklega koma til greina að hann sé einnig kominn með svínaflensuna.
Barcelona hefur enn ekkert staðfest um Marquez en unglingurinn Adreu Fontas tekur sæti Mexíkóbúans í leikmannahópi Barcelona í kvöld.