Trichet segir þó að þessi spá sé háð nokkurri óvissu og því sé núverandi vaxtastig ECB við hæfi. Þessi orð lét Trichet falla á fundi nú eftir hádegið þar sem kynnt var að bankinn myndi halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 1%.
Fram kom í máli Trichet að stjórn bankans sæi þegar nokkur batamerki í efnahag evrusvæðisins á seinni helming þessa árs og að verðbólguþrýstingur væri lágur til millilangs tíma litið.