BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf 11. desember 2009 13:47 Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira