Breska flugfélagið British Airways ætlar að segja upp tæplega 4900 starfsmönnum sínum en það samsvarar um 12% starfsmanna fyrirtækisins. Frá þessu er grein í breskum fjölmiðlum í dag og er ástæðan sögð vera slæmur fjárhagur og tap á rekstri fyrirtækisins.
British Airways tapaði 401 milljón punda, jafnvirði tæpra 79 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjárhagsári og hefur leitað allra leiða til að draga úr kostnaði síðustu misseri.
Í byrjun október var tilkynnt að 1700 starfsmönnum British Airways yrði sagt sagt upp.
