Lánshæfismat Rússlands orðið svipað og Íslands 26. október 2009 08:43 Lánshæfismat Rússlands er nú á svipuðum slóðum og Íslands, það er skammt frá svokölluðum „rusl-flokki." Þetta kemur hinsvegar ekki í veg fyrir gríðarlegan áhuga á ríkisskuldabréfaútboði upp á 18 milljarða dollara sem rússnesk stjórnvöld áforma á næsta ári. Í frétt um málið á Bloomberg segir að þetta verði í fyrsta sinn síðan 1998 að Rússar fari í ríkisbréfaútboð eða frá því að 40 milljarða dollara skuldir gjaldfellu á ríkissjóð landsins það ár. Áhuginn á útboðinu sýnir að mati sérfræðinga að lánshæfismatið er ekki í samræmi við skuldastöðu Rússlands og meti hana ekki rétt. „Undirstöður efnahagslífsins eru mun betri en lánshæfismatið," segir Steven Meehan sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá UBS bankanum. „Skuldakaupendur og kaupendur ríkisbréfa telja að misræmi sé þarna á milli. Sem stendur er lánshæfismat Rússlands hjá Moody´s Baa1 sem er þremur stigum frá rusl-flokki og matið hjá Fitch Rating og Standard & Poors er BBB sem er tveimur stigum frá rusl-flokki. Hinsvegar nema opinberar skuldir Rússlands nú 10.5% af landsframleiðslu sem er mun betra hlutfall en hjá Bretum og Bandaríkjamönnum. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánshæfismat Rússlands er nú á svipuðum slóðum og Íslands, það er skammt frá svokölluðum „rusl-flokki." Þetta kemur hinsvegar ekki í veg fyrir gríðarlegan áhuga á ríkisskuldabréfaútboði upp á 18 milljarða dollara sem rússnesk stjórnvöld áforma á næsta ári. Í frétt um málið á Bloomberg segir að þetta verði í fyrsta sinn síðan 1998 að Rússar fari í ríkisbréfaútboð eða frá því að 40 milljarða dollara skuldir gjaldfellu á ríkissjóð landsins það ár. Áhuginn á útboðinu sýnir að mati sérfræðinga að lánshæfismatið er ekki í samræmi við skuldastöðu Rússlands og meti hana ekki rétt. „Undirstöður efnahagslífsins eru mun betri en lánshæfismatið," segir Steven Meehan sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá UBS bankanum. „Skuldakaupendur og kaupendur ríkisbréfa telja að misræmi sé þarna á milli. Sem stendur er lánshæfismat Rússlands hjá Moody´s Baa1 sem er þremur stigum frá rusl-flokki og matið hjá Fitch Rating og Standard & Poors er BBB sem er tveimur stigum frá rusl-flokki. Hinsvegar nema opinberar skuldir Rússlands nú 10.5% af landsframleiðslu sem er mun betra hlutfall en hjá Bretum og Bandaríkjamönnum.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira