Hamilton stefnir á sigur í Abu Dhabi 1. nóvember 2009 09:06 Fremstu menn á ráslínu í dag. Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Mark Webber. Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira