Örlítil skíma í svartnættinu Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 14. janúar 2009 06:00 Hundrað dagar eru liðnir frá neyðarlögunum sem sett voru til að bregðast við lausafjárvanda bankanna og áhrifum fjármálakreppunnar hér á landi. Eftir hundrað daga er enn óskað eftir frekari upplýsingum frá stjórnvöldum, kallað er eftir ábyrgð og að boðað sé til kosninga. Reiði almennings vegna þessara gjörbreyttu skilyrða á Íslandi er mjög skiljanleg og fátt hefur verið aðhafst til að bregðast við henni. Það er ekki þar með sagt að bregðast eigi við öllum áköllum eða hugmyndum að lausnum, þar sem þær eru misgóðar hugmyndirnar sem fram hafa komið. En fólkið í landinu hefur það á tilfinningunni að á það sé ekki hlustað, traustið er farið og smáskammtalækningar munu ekki duga. Ekki einu sinni í formi hringekjuleiks ráðherra. Náin framtíð verður ekki glæst. Það er nokkuð ljóst. Tæplega ellefu þúsund voru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun í gær. Þó svo að gert sé ráð fyrir ofskráningu þá jafngildir það tæplega sex prósenta atvinnuleysi. Eins og Geir H. Haarde hefur ítrekað sagt þá er það mun meira atvinnuleysi en við eigum að venjast. Það er einnig mun meira atvinnuleysi en við viljum venjast. Það sem íslenskur efnahagur þarf á að halda er innspýting fjármagns, sem ekki er fyrir hendi. Möguleikarnir eru fólgnir í útflutningi, aukinni framleiðslu og erlendum fjárfestingum. Með þessu þrennu væri hægt að horfa björtum augum fram til framtíðar. En það er til lítils að horfa. Ef litið er út í heim, þar sem framtíðin er síst bjartari, eru horfur á tekjuaukningu Íslendinga með útflutningi daprar. Bretland er eitt af okkar stærstu útflutningslöndum, en þaðan berast fregnir af miklum hópuppsögnum sem munu leiða til frekari samdráttar og minnkandi neyslu þar í landi. Þau áhrif munu berast til Íslands eins og annarra útflutningsríkja. Með vaxandi heimskreppu mun útflutningur dragast saman alls staðar, líka á fiski. Á meðan íslenska krónan helst ódýr þýðir það að við munum fá fleiri íslenskar krónur í kassann. En að sama skapi hækka erlendu lánin og eru lán sjávarútvegsfyrirtækjanna þar ekki undanskilin. Þá berast okkur fregnir af erfiðleikum álframleiðenda. Erlendar fjárfestingar virðast einnig fjarri veruleikanum eins og hann er í dag. Það er ekki bara á Íslandi sem auðmenn hafa tapað miklu fé og eiga því erfiðara um vik með nýjar fjárfestingar. Ólíklegt verður að teljast að ef einhverjar fjárfestingar fáist muni stjórnvöld slá hendinni á móti þeim, þrátt fyrir mótmæli umhverfisverndarhópa. Staðan virðist bara þannig að öllu fé verði tekið til að reyna að verja atvinnuástandið og forða þjóðargjaldþroti. Lítil birta í svartnættinu birtist nú um síðustu helgi frá iðnaðarráðherra, þegar hann tilkynnti um þrjá nýja styrkjaflokka fyrir sprotafyrirtæki. Sprotafyrirtæki, sérstaklega þau sem hugsa til útflutnings, hafa átt erfitt uppdráttar í góðærinu á meðan krónan var sterk og mannaflinn dýr. Fjármálakerfið sogaði til sín óhemju af hæfu starfsfólki á háum launum. Þegar sú bóla er sprungin er möguleiki á að minni og ný fyrirtæki verði samkeppnishæfari, fái þau tækifæri til að lifna og dafna. Slíkt tækifæri varð að veruleika með tilkynningu iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Hundrað dagar eru liðnir frá neyðarlögunum sem sett voru til að bregðast við lausafjárvanda bankanna og áhrifum fjármálakreppunnar hér á landi. Eftir hundrað daga er enn óskað eftir frekari upplýsingum frá stjórnvöldum, kallað er eftir ábyrgð og að boðað sé til kosninga. Reiði almennings vegna þessara gjörbreyttu skilyrða á Íslandi er mjög skiljanleg og fátt hefur verið aðhafst til að bregðast við henni. Það er ekki þar með sagt að bregðast eigi við öllum áköllum eða hugmyndum að lausnum, þar sem þær eru misgóðar hugmyndirnar sem fram hafa komið. En fólkið í landinu hefur það á tilfinningunni að á það sé ekki hlustað, traustið er farið og smáskammtalækningar munu ekki duga. Ekki einu sinni í formi hringekjuleiks ráðherra. Náin framtíð verður ekki glæst. Það er nokkuð ljóst. Tæplega ellefu þúsund voru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun í gær. Þó svo að gert sé ráð fyrir ofskráningu þá jafngildir það tæplega sex prósenta atvinnuleysi. Eins og Geir H. Haarde hefur ítrekað sagt þá er það mun meira atvinnuleysi en við eigum að venjast. Það er einnig mun meira atvinnuleysi en við viljum venjast. Það sem íslenskur efnahagur þarf á að halda er innspýting fjármagns, sem ekki er fyrir hendi. Möguleikarnir eru fólgnir í útflutningi, aukinni framleiðslu og erlendum fjárfestingum. Með þessu þrennu væri hægt að horfa björtum augum fram til framtíðar. En það er til lítils að horfa. Ef litið er út í heim, þar sem framtíðin er síst bjartari, eru horfur á tekjuaukningu Íslendinga með útflutningi daprar. Bretland er eitt af okkar stærstu útflutningslöndum, en þaðan berast fregnir af miklum hópuppsögnum sem munu leiða til frekari samdráttar og minnkandi neyslu þar í landi. Þau áhrif munu berast til Íslands eins og annarra útflutningsríkja. Með vaxandi heimskreppu mun útflutningur dragast saman alls staðar, líka á fiski. Á meðan íslenska krónan helst ódýr þýðir það að við munum fá fleiri íslenskar krónur í kassann. En að sama skapi hækka erlendu lánin og eru lán sjávarútvegsfyrirtækjanna þar ekki undanskilin. Þá berast okkur fregnir af erfiðleikum álframleiðenda. Erlendar fjárfestingar virðast einnig fjarri veruleikanum eins og hann er í dag. Það er ekki bara á Íslandi sem auðmenn hafa tapað miklu fé og eiga því erfiðara um vik með nýjar fjárfestingar. Ólíklegt verður að teljast að ef einhverjar fjárfestingar fáist muni stjórnvöld slá hendinni á móti þeim, þrátt fyrir mótmæli umhverfisverndarhópa. Staðan virðist bara þannig að öllu fé verði tekið til að reyna að verja atvinnuástandið og forða þjóðargjaldþroti. Lítil birta í svartnættinu birtist nú um síðustu helgi frá iðnaðarráðherra, þegar hann tilkynnti um þrjá nýja styrkjaflokka fyrir sprotafyrirtæki. Sprotafyrirtæki, sérstaklega þau sem hugsa til útflutnings, hafa átt erfitt uppdráttar í góðærinu á meðan krónan var sterk og mannaflinn dýr. Fjármálakerfið sogaði til sín óhemju af hæfu starfsfólki á háum launum. Þegar sú bóla er sprungin er möguleiki á að minni og ný fyrirtæki verði samkeppnishæfari, fái þau tækifæri til að lifna og dafna. Slíkt tækifæri varð að veruleika með tilkynningu iðnaðarráðherra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun