Liuzzi tekur við sæti Fisichella 7. september 2009 09:34 Ítalinn Viantonio Liuzzi tekur sæti Giancarlo Fisichella hjá Force India. Ítalinn Viantonuo Liuzzi var í morgun staðfestur sem ökumaður Force India í stað Giancarlo Fisichella sem var leystur undan samningi svo hann gæti ekið með Ferrari í síðustu fimm mótum ársins. Liuzzi hefur verið varaökumaður liðsins, en var áður hjá Torro Rosso. Liuzzi hefur ekki keppt síðan í árslok 2007 og hefur takmarkað reynslu á Force India bílnum vegna æfingabanns sem er í gildi. Hann hefur ekki ekið bílnum síðan í nóvember. "Ég get ekki beðið eftir því að komast um borð í Formúlu 1 bíl og þá sérstaklega á heimavelli mínum á Monza. Ég er mjög þakklátur Vijay Mallay, eiganda liðsins að gefa mér þetta tækifæri. Það sakar ekki að Force India bíllinn er öflugur og mig hungrar í að sýna hvað í mér býr. ", sagði Liuzzi í dag. Landi hans Fischella sem yfirgaf Force India liðið ekur með Ferrari á Monza um næstu helgi í stað Luca Badoer, sem var staðgengill Felipe Massa. Fisichella náði öðru sæti á Spa brautinni fyrir viku síðan og Ferrari tók hann upp á arma sína. Ítarlega verður fjallað um Liuzzi í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn. Sjá allt um Liuzzi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ítalinn Viantonuo Liuzzi var í morgun staðfestur sem ökumaður Force India í stað Giancarlo Fisichella sem var leystur undan samningi svo hann gæti ekið með Ferrari í síðustu fimm mótum ársins. Liuzzi hefur verið varaökumaður liðsins, en var áður hjá Torro Rosso. Liuzzi hefur ekki keppt síðan í árslok 2007 og hefur takmarkað reynslu á Force India bílnum vegna æfingabanns sem er í gildi. Hann hefur ekki ekið bílnum síðan í nóvember. "Ég get ekki beðið eftir því að komast um borð í Formúlu 1 bíl og þá sérstaklega á heimavelli mínum á Monza. Ég er mjög þakklátur Vijay Mallay, eiganda liðsins að gefa mér þetta tækifæri. Það sakar ekki að Force India bíllinn er öflugur og mig hungrar í að sýna hvað í mér býr. ", sagði Liuzzi í dag. Landi hans Fischella sem yfirgaf Force India liðið ekur með Ferrari á Monza um næstu helgi í stað Luca Badoer, sem var staðgengill Felipe Massa. Fisichella náði öðru sæti á Spa brautinni fyrir viku síðan og Ferrari tók hann upp á arma sína. Ítarlega verður fjallað um Liuzzi í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn. Sjá allt um Liuzzi
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira