Button: Sætasti sigurinn á árinu 26. apríl 2009 15:21 Jenson Button fagnaði þriðja sigrinum í fjórum mótum. mynd: getty images Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira