Danir leggja peninga inn á bankareikninga nú sem aldrei fyrr. Á einu ári hafa innistæður danskra heimila í bönkunum aukist úr 690 í 741 milljarð danskra króna, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten. Upphæðin samsvarar 1200 milljörðum íslenskra króna.
Það er vegna kreppunnar sem fólk leggur peninga í bankann þrátt fyrir að innlánsvextir hafi lækkað verulega. Fólk hefur einfaldlega ekki sama áhuga á hlutabréfum og áður. Henrik Drusebjerg hjá Nordea bankanum segir jafnframt að fólk telji nú að fjárfestingar í íbúðum sé ekki jafn góður sparnaður og áður.
Danir dæla peningum inn á bankareikninga
