Massa reyndist höfuðkúpubrotinn eftir slys 25. júlí 2009 17:11 Felipe Massa liggur á gjörgæslu á spítala í Búdapest. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa liggur á gjörgæsludeild á spítala í Búdapest eftir slys í tímatökum í dag. Hann skall harkalega á varnarvegg eftir að aðskotahlutur skaust í hjálm hans og rotaði hann. Massa var fluttur með sjúkraþyrlu á sptíala með heilahristing og við rannsókn kom í ljós að hann hafði höfuðkúpubrotnað. Aðgerð var gerð á höfði hans á spítalanum, en hann skarst einnig á enni. Talið er að gormur úr bíl Rubens Barrichello hafði flogið af bíl hans og þeyst í hjálm Massa, sem varð rænulaus við höggið og rann útaf brautinni og á varnarvegginn. Nokkurn tíma tók að losa hann úr bílnum, enda vandasamt verk að losa menn án þess að skapa óþarfa hættu á frekari meiðslum. Sjá nánar um tímatökuna og óhappið Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa liggur á gjörgæsludeild á spítala í Búdapest eftir slys í tímatökum í dag. Hann skall harkalega á varnarvegg eftir að aðskotahlutur skaust í hjálm hans og rotaði hann. Massa var fluttur með sjúkraþyrlu á sptíala með heilahristing og við rannsókn kom í ljós að hann hafði höfuðkúpubrotnað. Aðgerð var gerð á höfði hans á spítalanum, en hann skarst einnig á enni. Talið er að gormur úr bíl Rubens Barrichello hafði flogið af bíl hans og þeyst í hjálm Massa, sem varð rænulaus við höggið og rann útaf brautinni og á varnarvegginn. Nokkurn tíma tók að losa hann úr bílnum, enda vandasamt verk að losa menn án þess að skapa óþarfa hættu á frekari meiðslum. Sjá nánar um tímatökuna og óhappið
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira