Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur í sænsku úrvalsdeildinni, tapaði í dag sjöunda leik sínum í röð þegar það lá 3-2 fyrir Örebro.
Kristianstad er í neðsta sæti deildarinnar og hefur ekki unnið leik á tímabilinu.
Þær Erla Steina Arnardóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru allar í liði Kristianstad í dag og Edda Garðarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir voru í liði Örebro.