Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum.
Stofnunin segir að aukinn fjárlagahalli sé bein afleiðing aukinna lánveitinga sænska ríkisins til meðal annars Íslendinga og sænska seðlabankans. Sænski seðlabankinn hefur aðstoðað innlenda banka sem lánað hafa töluvert til eystrasaltsríkjanna en fjámálakrísan hefur komið hart niður á þeim löndum líkt og Íslandi.
Lánastofnun sænska ríkisins mun lána sem samsvarar 100 milljörðum sænskra króna til sænska seðlabankans og 7 milljarða sænskra króna til Íslands, auk þess munu Svíar aðstoða Letta með lánveitingu sem samsvarar 8 milljörðum sænskra króna.
Áætlað er að fjárlagahallinn í Svíþjóð á þessu ári muni nema 198 milljörðum sænskra króna, en það er um 47% aukning á spá frá því í mars sem hljóðaði upp á 135 milljarða króna fjárlagahalla.
Árið 2010 er búist við að fjárlagahallinn fari niður í 72 milljarða sænskra króna sem er auk þess heldur meira en spár gerðu ráð fyrir í mars.
Svíar voru með tekjuafgang sem nam 135 milljörðum sænskra króna árið 2008.
Lánastofnunin telur að sænska hagkerfið komi til með að dragast saman um 4% á þessu ári, sem er umtalsvert meira en spár gerðu ráð fyrir í mars, en þá var vænst 2% samdáttar.
Lán til Íslands eykur fjárlagahallann í Svíþjóð

Mest lesið


Greiðsluáskorun
Samstarf


Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi
Viðskipti innlent

Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram
Viðskipti innlent

Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags
Viðskipti innlent

Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili
Viðskipti innlent

Landsbankinn við Austurstræti falur
Viðskipti innlent