Hátt heimsmarkaðsverð á gulli veldur áhyggjum 4. september 2009 08:58 Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira