Button hefur áhyggjur af gangi mála 28. júlí 2009 08:29 Jenson Button ásamt kærustu sinni Jessicu Michibata. mynd: kappakstur.is Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu. "Webber er búinn að ná fimm stigum á mig að meðaltali í þremur mótum. Það eru sjö mót eftir og ef þetta heldur áfram verður hann búinn að ná mér eftir fjögur... Þetta er svipað og að vera í gulu treydjunni í Frakklandstúrnum, vitandi það að þegar þú kemur í fjalllendi þá missir þú af forystunni"; sagði Button um stöðuna í stigamótinu. Hann er nú með 18.5 stig á Webber sem ekur Red Bull. "Við verðum að leysa vanda okkar sem felst í því að ég næ ekki hita í dekkinn í mótum. Svo vandast málið þar sem loka verður höfuðstöðvum liðsins í tvær vikur i ágúst samkvæmt samkomulagi allra liða og FIA. Þá verður engin þróunarvinna. Það er gaman að leiða meistaramótið, en ekki ef maður sér fram á slakt gengi í næstu mótum. Kannski eru veðurguðirnir að gera mótið spennandi með því að hafa kaldara veður en ella, en það háir okkur. Dekk okkar eru 60 gráðu heit í keppni, en þurfa að vera um 80. Við verðum að leysa þetta mál", sagði Button.Sjá stigagjöfina í mótum ársins Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu. "Webber er búinn að ná fimm stigum á mig að meðaltali í þremur mótum. Það eru sjö mót eftir og ef þetta heldur áfram verður hann búinn að ná mér eftir fjögur... Þetta er svipað og að vera í gulu treydjunni í Frakklandstúrnum, vitandi það að þegar þú kemur í fjalllendi þá missir þú af forystunni"; sagði Button um stöðuna í stigamótinu. Hann er nú með 18.5 stig á Webber sem ekur Red Bull. "Við verðum að leysa vanda okkar sem felst í því að ég næ ekki hita í dekkinn í mótum. Svo vandast málið þar sem loka verður höfuðstöðvum liðsins í tvær vikur i ágúst samkvæmt samkomulagi allra liða og FIA. Þá verður engin þróunarvinna. Það er gaman að leiða meistaramótið, en ekki ef maður sér fram á slakt gengi í næstu mótum. Kannski eru veðurguðirnir að gera mótið spennandi með því að hafa kaldara veður en ella, en það háir okkur. Dekk okkar eru 60 gráðu heit í keppni, en þurfa að vera um 80. Við verðum að leysa þetta mál", sagði Button.Sjá stigagjöfina í mótum ársins
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira